Frétt

Opnun heimasíðu og pöbbkviss

18. janúar 2026

Kynningar- og málfundanefnd SFFÍ býður félagsmenn hjartanlega velkomna á kynningar- og skemmtikvöld á Slippbarnum, Mýrargötu 2, fimmtudaginn 29. janúar kl. 18:00.

Kvöldið hefst á kynningu á nýrri heimasíðu SFFÍ en um er að ræða verkefni sem hefur verið í undirbúningi og vinnslu undanfarna mánuði. Í kjölfarið tekur við pöbbkviss með fjölbreyttum spurningum og verða verðlaun að sjálfsögðu í boði.

Dagskrá kvöldsins:
1. Kynning á nýrri heimasíðu SFFÍ.
2. Pöbbkviss.

Viðburðurinn er tilvalið tækifæri til að kynnast nýrri heimasíðu félagsins, spjalla við félaga og taka þátt í léttu og skemmtilegu pöbbkvissi.

Sjá viðburð á facebook síðu félagsins, hér

< Til baka í fréttir