Hvað er skipulagsfræði?

Hvað er skipulagsfræði? Skipulagsfræði er þverfagleg fræðigrein sem tók að mótast sem sjálfstætt svið á fyrri hluta 20. aldar. Hún byggir á þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og arkitektúr og snýr að skipulagningu, mótun og stjórnun byggðar og landnotkunar. Markmið skipulagsfræðinnar er að stuðla að sjálfbærri þróun með því að samræma þætti eins og samgöngur, innviði, húsnæði, landnotkun, umhverfisvernd og félagslegt réttlæti — og skapa þannig virk, skilvirk og lífvænleg samfélög.

Hvað gera skipulagsfræðingar? Skipulagsfræðingar móta áætlanir um landnotkun og byggðaþróun á öllum skipulagsstigum — frá borgarrýmum og þéttbýli til svæðisbundinna áætlana. Starfið felst í að samhæfa ólík sjónarmið og hagsmuni í ákvarðanatöku um framtíðarnotkun lands og auðlinda og meta áhrif skipulags á samfélag og umhverfi. Starfið felur í sér þróun stefnu og framtíðarsýnar, greiningu gagna og sviðsmynda, og samþættingu málefna eins og húsnæðis, samgangna, innviða, sjálfbærni og félagslegs réttlætis. Skipulagsfræðingar leiða samráð og styðja við lýðræðislega þátttöku, starfa innan ramma laga og stjórnsýslu, og nýta sífellt frekar stafrænar lausnir og landupplýsingakerfi við hönnun og miðlun skipulags.

Hvar starfa skipulagsfræðingar? Skipulagsfræðingar starfa hjá sveitarfélögum, ríkisstofnunum, ráðgjafarfyrirtækjum, rannsóknarsetrum og háskólum. Þeir koma að stefnumótun, áætlanagerð og hönnun byggðar, bæði innan opinberrar stjórnsýslu og sem sérfræðingar í fjölbreyttum þróunarverkefnum.

Hvernig læri ég skipulagsfræði?

Hvar er skipulagsfræði kennd?Á Íslandi er Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) eini háskólinn sem býður upp á framhaldsnámið skipulagsfræði . Námið er kennt á meistarastigi og sameinar skipulag, hönnun byggðar og stefnumótun í landnotkun. Hægt er að kynna sér námið nánar á heimasíðu skólans: https://www.lbhi.is/ Margir starfandi skipulagsfræðingar á Íslandi hafa þó einnig lært erlendis, þar sem skipulagsfræði er víða kennd í háskólum víða um Evrópu og Norður-Ameríku.

Á Íslandi er Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) eini háskólinn sem býður upp á framhaldsnámið skipulagsfræði. Námið er kennt á meistarastigi og sameinar skipulag, hönnun byggðar og stefnumótun í landnotkun. Hægt er að kynna sér námið nánar á heimasíðu skólans: https://www.lbhi.is/

Margir starfandi skipulagsfræðingar á Íslandi hafa þó einnig lært erlendis, þar sem skipulagsfræði er víða kennd í háskólum víða um Evrópu og Norður-Ameríku.