Nefndir

Nefndir 2025-2026

Stjórn hefur sett á laggirnar nefndir eða vinnuhópa með það að markmiði að efla starf félagsins, kalla fram nýjar áherslur og hugmyndir og vera stjórninni til stuðnings við að hrinda verkefnum í framkvæmd.

Kynningar- og málfundanefnd

Hlutverk hópsins er að standa fyrir samtali um skipulagsfræðin, fagleg málefni og nýbreytni í skipulagsmálum á félagsfundum, opnum málfundum og gegnum vefinn. Einnig að efla tengsl og samheldni meðal skipulagsfræðinga með miðlun og samtali.

Nefndina skipa: Axel Benediktsson og Einar Jónsson (fulltrúar stjórnar), Anne Steinbrenner, Berglind Sigurðardóttir og Sverrir Örn Sverrisson.

Menntamálanefnd

Hlutverk hópsins er að efla samtal milli atvinnulífs og menntastofnana um menntun í skipulagsfræði og starfsvettvang skipulagsfræðinga að námi loknu. Meðal markmiða nauðsynlegs samtals eru: þarfir markaðarins fyrir endurnýjun í stéttinni, hvernig atvinnulífið getur stutt við námsbraut í skipulagsfræði, hvernig nám í skipulagsfræði taki til sértækra aðstæðna í íslensku umhverfi og á vinnumarkaði ásamt því hvernig stuðla skuli að upplýsingagjöf um menntun skipulagsfræðinga í samfélaginu.

Nefndina skipa: Harpa Stefánsdóttir (fulltrúi stjórnar), Hugrún Harpa Björnsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir.

Nefnd til undirbúnings skipulagsverðlaununum

Hlutverk er að skapa umgjörð og reglur fyrir verðlaunin og undirbúa framkvæmd þeirra í samræaði við sjórn félagsins, svo sem auglýsingar um verðlaunin, skipun í dómnefnd o.fl.

Nefndina skipa: Hlynur Torfi Torfason og Þórður Már Sigfússon (fulltrúar stjórnar), Bjartey Sigurðardóttir og Margrét Þóra Sæmundsdóttir.

Skemmtinefnd

Hlutverk skemmtinefndar er að styrkja innra starf félagsins með því að ýta undir jákvæðan anda og góð félagsleg tengsl meðal félagsmanna, með því að skipulaggja og standa fyrir viðburðum á vegum félagsins, svo sem göngferðum eða skemmtunum.

Nefndina skipa: Gunnar Ágústsson (fulltrúi stjórnar), Díana B. Valbergsdóttir og Hrafnkell Á Proppe.

Orðanefnd

Aðalfundur félgsins 2025 samþykkti að koma á fót sérstakri orðanefnd sem hefði þann þann tilgang að vakta og fjalla um hugtök á sviði skipulagsmála og eftir atvikum þýðingar á þeim yfir á ensku. Helsta hlutverk nefndarinnar er utanumhald um lykilhugtök í skipulagi, svo sem þau sem ekki eru skilgreind í skipulagslögum. Einnig að vakta hugtakanotkun í sambandi við nýja löggjöf og reglugerðir á sviði skipulagsmála og breytingar á þeim. Auk þess að skoða þýðingar á lykilhugtökum og miðlun til orðabóka og efna til umræðu um skipulagshugtök meðal skipulagsfólks, svo sem í gegnum samfélagsmiðla.

Nefndina skipa: Nefndin hefur ekki enn verið skipuð.