Um SFFÍ
Skipulagsfræðingafélag Íslands (e. Icelandic Planners Association, IPA) er fagfélag skipulagsfræðinga, en starfsheitið skipulagsfræðingur er lögverndað samkvæmt lögum nr. 8/1996. Markmið félagsins er að vinna að framgangi skipulagsfræðinnar sem sjálfstæðrar fræðigreinar hérlendis, t.d. með kynningar- og fræðslustarfsemi. Einnig að stuðla að faglegum vinnubrögðum á sviði skipulags og gæta faglegra hagsmuna félagsmanna.
Félagsmenn eru nú á annað hundrað talsins og eiga það sammerkt að hafa stundað nám í skipulagsfræði við innlenda og erlenda háskóla og unnið við skipulagsmál hér á landi. Skipulagsfræðingar hér á landi hafa í gegnum tíðina einkum sótt menntun sína til Norðurlandanna, Bretlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada en árið 2011 voru tvær framhaldsnámsbrautir vottaðar af félaginu hér á landi sem fullgilt nám í skipulagsfræði. Í dag er aðeins önnur þeirra enn í boði.